Færsluflokkur: Bloggar
Dagur rabarbarans
30.6.2011 | 23:14
- Hárlitur til að dekkja hár
- Hárlitur til að lýsa hár
- Litur fyrir ull og silki
- Skordýraeitur
- Litur fyrir ull og silki og festir (e. mordant) fyrir ull og silki
- Líkjör
- "Kampavín"
- Ís
- Bolla kökur (cup cakes)
- Síróp (til drykkjar og út á ís)
- Súpa
- Stríðsáradesert (alveg eins og niðursoðnar perur)
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ræktun rabarbara
30.6.2011 | 23:09
- Rabarbari er auðveldur í ræktun
- Blanda góðum skít í moldina
- Planta þannig að gróðrarhnúðurinn sé 5 sm fyrir neðan yfirborð
- Fjarlægja blómstöngla strax
- Gott að hrúga skít eða laufi yfir plöntuna á haustin
- Skipta gömlum plöntum seint á haustin eða snemma að vori
- Ef plantan fer skjóta upp grænum stönglum þá má stinga burtu þann hluta rótarinnar og og nýta hana í eitthvað skemmtilegt
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hárlitur úr rabarbara - Til að dekkja hárið
30.6.2011 | 22:49
Þessi uppskrift er birt án allrar ábyrgðar og er meira til gamans en nokkuð annað.
Athugið að myndin er ekki lýsandi fyrir þann lit sem þetta gefur, heldur er bara til skrauts.
Ég hef ekki prófað þetta og get því ekkert fullyrt um árangurinn. Það er nokkuð skemmtilegt að það skuli vera til uppskriftirsem nota rót eða hnýði rabarbarans til þess bæði að lýsa hárið og dekkja það. En þar sem rabarbarinn er talinn virka sem lækningajurt í báðar áttir á meltingarveginn (stemmandi í litlu magni og laxerandi í miklu magni) þá er ég alveg til í að trúa því að þetta geti virkað.
Til að dekkja hárið
3 msk maukað hnýði
1/2 lítri vatn
Leir (t.d. Kaolin eða bentonite)
Látið hnýðið krauma í vatninu þar til helmingur er eftir
Þykkið með leirnum
Skiptið hárinu og berið grautinn í það hreint
Látið sitja í 15 mín og athugið litinn með því að skola og þurrka
Látið sitja í 15 mín í viðbót, lengst í 1 klst, ef hárið er ekki nógu dökkt
Eftir 1 klst gefur rótin ekki meiri lit
Endurtakið eftir 2 daga ef liturinn þykir ekki nógu dökkur.
*Ég vil gjarna heyra af árangrinum ef einhver hefur þor til að prófa þetta
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hárlitur úr rabarbararót - til að lýsa ljóst hár
30.6.2011 | 22:26
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litur fyrir ull og silki úr rót rabarbarans
30.6.2011 | 22:18
- Rótin er skorin smátt
- Látin krauma í vatni í 30 mín og kólna svo yfir nótt
- Vökvinn síaður
Litnum má breyta með því að breyta sýrustigi litarins og einnig með því að nota koparlausn og járnlausn til að eftirmeðhöndla garnið
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skordýraeitur
30.6.2011 | 22:13
- Sjóðið rabarbaralauf í vatni í hálftíma
- Síið
- Blandið sápuflögum saman við
- Notið sem úða á blaðlýs og maðk
Eða notið litunarlög (sjá uppskrift hér á síðunni) af blöðunum og sápuafganga.
- Sjóðið litunarlöginn niður og setjið sápuafganga í hann og látið leysast upp
- Setjið á úðabrúsa
- Hristið brúsann og úðið á blaðlýs og maðk
Ekki láta börn komast í þetta
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabarbara festir og litur úr blöðunum
30.6.2011 | 22:10
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabarbara líkjör
30.6.2011 | 18:14
5 dl rabarbari skorin í bita
4 dl vodka
1 vanillustöng
1 ½ -2 dl sykur síróp (1 hluti sykur á móti 1 hluta vatns)
- Setjið rabarbarann í krukku og hellið vodka yfir
- Setjið lok á krukkuna og hristið
- Látið standa í 2 vikur og bætið þá vanillustönginni út í
- Síið eftir 4 vikur og bætið þá sírópinu út í vökvann
- Látið standa á dimmum stað í amk. 1 mánuð
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabarbara "kampavín"
30.6.2011 | 18:14
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabarbara ís
30.6.2011 | 18:14
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)