Litur fyrir ull og silki úr rót rabarbarans

Litur úr rót rabarbarans

Rót/hnýði rabarbarans gefur mjög skemmtilega liti og það besta er að það þarf ekki festi fyrir garnið

Litunarlögur er búin til á eftirfarandi hátt.  Litunarlöginn má geyma í kæli og nota síðar.  
 
  • Rótin er skorin smátt
  • Látin krauma í vatni í 30 mín og kólna svo yfir nótt
  • Vökvinn síaður

Til þess að lita band eða efni úr dýraríkinu (ull og silki)
Liturinn verður svipaður og hespurnar í miðjunni á myndinni  
 
Bandið er látið í kaldan litunarlög og hitað varlega upp að suðumörkum (80 til 85 gráður á Celsíus)
Það þarf að hita ull mjög varlega til að hún þófni ekki
Best er að það taki amk eina klukkustund að ná hitastiginu í 80-85°C
Haldið þeim hita í eina klukkustund, passið að bandið sjóði ekki 
Bandið er látið kólna í litunarleginum yfir nótt
Skolið vel í vatni og athugið að þvo bandið í þvottalegi sem er með hlutlaust sýrustig (ph 7).  Uppþvottalögur er það venjulega.

 

Litnum má breyta með því að breyta sýrustigi litarins og einnig með því að nota koparlausn og járnlausn til að eftirmeðhöndla garnið

Til þess að breyta litnum yfir í gulan (vinstra megin) þá er bandið látið í vatn með ediki.  Magnið af ediki er stillt þar til réttur litur fæst. Byrjið með því að setja 1 matskeið og aukið magnið eftir því sem þurfa þykir
 
Til þess að breyta litnum í bleikari tón (hægra megin) er ammóníak eða þvottasódi settur í vatn og bandið látið liggja í þar til réttur litur fæst.  Bandið er síðan þvegið úr uppþvottalegi og skolað vel.
 
Græni liturinn (lengst til vinstri) fæst með því að yfirlita með koparsalti.  Það fæst í Heimilisiðnaðarfélaginu, eins og margt fleira til litunar. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband