Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Fyrirlestur um fyrstu skrefin í matjurtarækt

Hér á eftir hef ég sett inn glærur frá fyrirlestri sem ég hélt miðvikudaginn 24. apríl 2013 á vegum matjurtaklubbs Garðyrkjufélags Íslands

Heimagarður

Til að kynna mig, get ég upplýst að ég byrjaði af krafti í garðyrkju árið 1986

Fyrsti garðurinn minn var í litlu fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur

Þar óx stór Hlynur og frekar ómerkilegar illgresistegundir. Ég kom honum úr órækt í fallegan lítinn garð, með dyggri aðstoð móður minnar. Í garðinum var ég nær engöngu með fjölærar blómplöntur, fjölæra runna, lauka og klifurjurtir sem ég hef mikið dálæti á

Í garðinum var svolítill rabarbari og ég keypti mér rifsberjarunna og fékk síðustu árin um 6 krukkur af hlaupi á hverju ári

Ég er núna í efra Breiðholti með lítinn garð, ca. 150 fm.Þar er garðskáli, geymsluskúr, tjörn með vatnajurtum og gullfiskum, Gullregn, skrauteplatré, kirsuberjatré, margir runnar, nokkrar klifurplöntur, fjölærar plöntur og laukar, en auk þess er ég með jarðarber í kössum og oftast nær með salat í pottum á sumrin

Áhugi á matjurtarækt vaknaði 2006, en þá var einungis hægt að fá land undir kartöflugarð langt fyrir utan borgina og þar að auki allt of stórt fyrir mig. Ég var svo heppin að geta verið með í grendargarðaverkefni Garðyrkjufélagsins og hef verið með í Smálöndum frá upphafi

Þar hef ég ræktað, kartöflur, brokkoli, blómkál, grænkál, gulrætur, salat, rabarbara og í fyrra setti ég niður aspas plöntur. Ég er líka með litunarplöntur í matjurtagarðinum, en jurtalitun er eitt af áhugamálum mínum.

Ég er sem sagt ekki garðyrkjufræðingur, heldur áhugamanneskja um ræktun. Það kann að vakna sú spurning, af hverju ég er að halda fyrirlestur um matjurtarækt, hafandi aðeins ræktar matjurtir í nokkur ár, en þá er því til að svara að það eru fáir sem hafa ræktað stærri næpu en ég. Og það hlýtur að vera merki um einstaka hæfileika mína á þessu sviðið   

Næpan

 


Fyrsta spurningin sem vaknar…

Hversu stór á garðurinn að vera?           

Garðurinn

Það má reikna með um 10 m2 fyrir hvern fullorðinn einstakling, þó er rétt að athuga að þetta fer mjög eftir því hvað fólk ræktar.

Gulrætur taka t.d. miklu minna pláss en kálhaus. Það er gott að hafa í huga að það þarf annað hvort að borða grænmetið, þegar kemur að uppskeru, eða geyma það.

Áður en sett eru niður 3 tonn af kartöflum er rétt að velta fyrir sér hversu stórar og góðar geymslur þarf undir magnið sem upp kemur?

Hver garður í grenndargörðunum er 25 m, sem ætti alla jafna að vera gott fyrir tvo fullorðna og eitt barn

Betra að byrja smátt

 Teikna garðinn upp á rúðustrikað blað

Oft gott að láta beðin liggja í austur-vestur til að nýta birtuna sem best og koma í veg fyrir of mikinn skugga

Ef landið hallar, þá er betra að beðin liggi þvert á hallann svo vatn renni ekki of hratt af því


Hvar á matjurtagarðurinn að vera?

Matjurtagarður

Velja sólríkan stað (matjurtir þurfa 6-8 tíma af sólskini á dag)

Frjóan jarðveg, ekki of blautan, ekki of þurran

Skjól er gott, mjög gott

Ekki undir trjám eða nálægt stórum rótum

Nálægt húsinu, svo auðvelt sé að ná sér í grænmeti, reita arfa og fylgjast með ástandinu

Getur verið sniðugt að hafa salat í pottum, ef garðurinn er fjarri heimilinu


Hvaða áhöld þarf?

Áhöld

Góð verkfæri eru nauðsynleg. Það getur verið full ástæða til að fá sé vönduð verkfæri því þau þurfa að endast vel. Verkfæri ætti að hugsa vel um, skola mold af málmi og tré og þurrka vel.

Stikur/langar mjóar spýtur og snæri -  til þess að merkja beðin og stígana

Stunguskóflu og/eða gaffal – til að stinga upp

Hrífu – (ekki grashrífu) til að jafna beð og brjóta upp jarðveginn

Handverkfæri – skóflu og klóru til að planta út og hreinsa illgresi

Sigti – til að sigta grjót

Vökvunarkönnu með dreifara og/eða slöngu með góðum stút – til að vökva 

Hnjáhlífar – til að verða ekki illt

Hanska og handáburð – til að hlífa höndunum

Ekki verra að hafa smááhöldin í fötu 

Ef matjurtagarðurinn er fjarri heimilinu, getur verið gott að taka með sér nesti

Og svo er ákaflega gott að hafa tissue pakka til að þurrka sultardropana þegar kuldaboli blæs 

 


Jarðvegurinn

jarðvegur

Jarðvegurinn getur verið: Sendinn. Sendin mold er létt og heldur illa á vatni, þiðnar, þorna og hlýnar hratt

Bæta með moldarjörð, húsdýraáburði

Nota 3 hjólbörur í 10 fermetra garð 

Ef jarðvegurinn er leirkenndur þá klessist hann mjög saman þegar hann er blautur. Leirkennd mold er þung og þétt, frekar köld og þiðnar seint á vorin

Bæta með því að blanda grófum sandi eða vikri. Ekki nota fíngerðan pússningasand, hann gerir ekki gagn

2 hjólbörur í 10 fermetra og kalk (ef notaður er skeljasandur þá þarf ekki kalk aukalega)

Moldarkenndur eða mó jarðvegur er mjög frjósamanur, en svipar samt mjög til leikennds jarðvegs, hann er frekar kaldur og þiðnar seint

Bæta grófum sandi í hann til að létta hann 


Jarðvegsvinna

Jarðvegsvinna

Allra best að vinna moldina á haustin

Nota stungskóflu eða gaffal

Best að vinna í rakri mold, en alls ekki blautri, ef moldin klessist saman þá er hún of blaut

Stinga upp efsta lag moldarinnar (15-25 sm) - ekki meira

Hreinsa steina, nota sigti til að ná smærri steinum

Raka moldina vel í nokkrar áttir til að brjóta upp köggla og raka saman smærri steinum


Áburður

Áburður

Það getur verið gott að bæta jarðveginn með því að setja lífrænt efni í hana, t.d. skít og safnhaugamold. Það er reyndar mín skoðun að það sé tæplega hægt að nota of mikinn skít. En skíturinn, venjulega hrossatað, þarf að vera gamall og vel niður rigndur. 

Vinna 5-10 sm lag ofan í efstu moldina og láta sitja í 3 vikur áður en plantað eða sáð er

Það má líka nota skolaðan þara og þangi, moltu eða tilbúinn áburð – 3 vikum fyrir útplöntun

Tilbúinn áburður eins og Blákorn þarf uþb 1 bolla á hverja 10 fermetra

Sýrustig jarvegsins þarf að vera rétt.  Bæta við kalki eða sýru eftir því hvort þarf að laga


Að hækka eða lækka sýrustig jarðvegsins

Það er betra að fara varlega og líta á þetta sem langtíma verkefni en að ætla að leiðrétta sýrustigið í einni umferð.

Flest grænmeti vill jarðveg sem er á bilinu 6-7

Kartöflur vilja súran jarðveg – hægt að minnka kláða með því að sýra jarðveg, allavega á ekki að bera kalk á jarðveg þar sem ætlunin er að rækta kartöflur            

  

Til að lækka sýrustig er notað kalk           

Til þess að auka sýrustig um 1

Prófið að nota 100 grömm af kalki á hvern fermetra ef jarðvegurinn er sendinn

Þrefalt það magn, 300 grömm, ef jarvegurinn er leirkenndur

Tvöfalt það magn, 200 grömm, ef jarðvegurinn er mitt á milli, moldarjarðvegur

Sveppamassi gerir jarðveginn basískari

 

Til að hækka sýrustig er notaður brennsteinsáburður

Til að minnka sýrustig um 1

Prófið að nota 35 grömm á hvern fermetraer jarðvegur er sendinn

Þrefalt það magn fyrir annan jarðveg.

Það þarf að raka þetta vel í moldina.

Sag, laufmold og mómold gerir jarðveg súrari


Skipulag matjurtagarðsins

Beð

Beð eru höfð allt að 120 sm breið. Ástæða þess að þau eru ekki breiðari er sú að þá er hægt að komast að plöntunum frá báðum hliðum og reita arfa

Lengd beðanna fer eftir aðstæðum, þess vegna lengd þess efnis sem notað er

Hæð að minnsta kosti 20-30 sm, það er mokað uppúr stígunum og upp í beðin

Breidd stíga að minnsta kosti 30-40 sm, fæstir tíma að hafa þá breiðari, en þeir mega alveg vera 60 sm, en það er sú breidd sem þarf til að geta gengið auðveldlega á milli

Upphækkuð beð eru höfð svipuð að stærð

Ef ástæða þykir þá má alveg bregða út af þessum stærðum

Ef ætlunin er að setja boga yfri beðin til þess að strengja akrýldúk, plast eða káldúk yfir beðin þá er heppilegt að nota rafmagnsrör. Eitt rör er sagað í tvennt og þá fæst heppileg lengd til að spenna í boga yfir beðin

 


Hvað á að rækta?

ræktun

Hefðbundnar íslenskar matjurtir sem auðvelt er að rækta 

Kartöflur

Rófur – rauðrófur, gulrófur

Gulrætur

Kál – hvítt, grænt, rautt

Brokkoli

Blómkál

Hnúðkál

Sellerí

Salat

Spínat

Radísur

Nokkrar sem ekki voru ræktaðar í gamla daga 

Beðja

Laukur

Hvítlaukur

Baunir (beans)

Ertur (peas)

Aspas

Jordskokker/Jerusalem artichoke

Kryddjurtir

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband