Dagur rabarbarans

Dagur rabarbarans
Þær færslur sem fara hér á eftir eru úr stuttu erindi sem haldið var á degi rabarbarans á Árbæjarsafni í dag.  Ég hef sjálf reynt allar þessar uppskriftir, nema hárlitinn.  Á honum tek ég enga ábyrgð, en er spennt að heyra af árangri ef einhver leggur í að prófa. 
 
Rabarbarinn er ótrúleg planta og þessar uppskriftir eru bara lítið sýnishorn af því sem hægt er að gera úr rabarbaranum.  Það er til dæmis á verkefnalistanum hjá mér að prófa að gera pappír úr honum, en ég hef það fyrir satt að það sé vel hægt. 

Hér eru birtar allar þær uppskriftir sem á glærunum voru til hægðarauka fyrir þá gesti sem komu og hlustuðu.  Ég vona að einhverjir leggi í að prófa uppskriftirnar og þyki þær svipað lostæti og mér.  
 
Uppskriftirnar eru: 

Úr rótinni (eða hnýðinu):
  • Hárlitur til að dekkja hár
  • Hárlitur til að lýsa hár
  • Litur fyrir ull og silki 
 
Úr blöðunum:
  • Skordýraeitur
  • Litur fyrir ull og silki og festir (e. mordant) fyrir ull og silki 
 
Úr stönglunum:
  • Líkjör
  • "Kampavín"
  • Ís
  • Bolla kökur (cup cakes)
  • Síróp (til drykkjar og út á ís)
  • Súpa 
 
Úr endanum á stönglunum (ég kalla það hæla):
 
  • Stríðsáradesert (alveg eins og niðursoðnar perur)
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað með uppskriftina að sápunni?  Áttu hana? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2011 kl. 00:57

2 Smámynd: Brynhildur Bergþórsdóttir

Það er ekki alveg einfalt að búa til sápur, til þess þarf hættuleg efni sem erfitt er að fá í viðráðanlegu magni fyrir einstaklinga. Ef þú vilt skoða sápurnar betur þá erum við með síðu á Facebook: Sápuhúsið.

Brynhildur Bergþórsdóttir, 1.7.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skoða það takk fyrir :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2011 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband