Færsluflokkur: Bloggar
Rabarbara cup cakes (bolla kökur)
30.6.2011 | 18:14

Ég setti saman þessa uppskrift fyrst og fremst til þess að nýta hratið sem ég fékk þegar ég gerði síróp og súpu.
1 ¾ bollar hveiti
½ bolli haframjöl
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
¾ bollar sykur
½ bolli brætt smjör
½ bolli rabarbaramauk til að setja í deigið og 1/2 bolli til að setja ofan á
¼ bolli mjólk
3 egg
1 tsk vanilludropar
1 bolli suðusúkkulaði í bitum
- Hrærið saman sykur, smjör, rabarbara, mjólk, egg og vanilludropa
- Blandið þurrefnunum saman og bætið út í blönduna og hrærið varlega
- Bætið súkkulaðibitunum út í
- Skiptið í 12 form og setjið 1 tsk rabarbaramauk ofan á hverja köku og jafnvel 1 mola af súkkulaði
- Bakið í 20-30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr deiginu
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rabarbarasíróp
30.6.2011 | 18:14
½ kíló rabarbari
1 ¾ dl vatn

½ kíló sykur fyrir hvern lítra af vökva
1 tsk vanillusykur
1 tsk sítrónusýra
- Sjóðið rabarbarann með vatninu í 10 mín. Síið og mælið vökvann
- Bætið réttu magni af sykri við ásamt vanillusykrinum og sjóðið í 5 mín.
- Bætið sítrónusýrunni í og hellið í flösku
Þetta er mjög gott þynnt með vatni, gjarna kolsýrðu
Svo má líka bæta þessu í límónaði til þess að gera það bleikt - það þykir stelpum skemmtilegt
Sírópið er líka gott út á ís
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabarbarasúpa
30.6.2011 | 18:14

½ kíló rabarbari
200 g sykur
3 dl vatn
1 vanillustöng
Sítrónusafi eftir smekk
- Skerið rabarbarann í bita
- Skerið vanillustöngina í tvent og skafið kornin úr og blandið saman við sykurinn
- Setjið vatn og sykur í pott, komið upp suðu og látið krauma í 10 mínútur.
- Smakkið til með sítrónusafa eða sykri eftir smekk.
- Síið maukið og notið tæran vökvann sem súpu.
- Berið fram ískalda með ís og einhverju góðu kexi
- Hratið má nota ofan á ristað brauð næstu vikuna eða í bollkökurnar, sjá uppskrift hér á síðunni
Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabbarbara desert úr hælunum
30.6.2011 | 18:14

Bloggar | Breytt 18.9.2012 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)