Færsluflokkur: Bloggar

Rabarbara cup cakes (bolla kökur)

Rabarbara cup cakes

Ég setti saman þessa uppskrift fyrst og fremst til þess að nýta hratið sem ég fékk þegar ég gerði síróp og súpu.

 

1 ¾  bollar hveiti

½  bolli haframjöl

2 tsk lyftiduft

¼  tsk salt 

¾  bollar sykur

½  bolli brætt smjör

½  bolli rabarbaramauk til að setja í deigið og 1/2 bolli til að setja ofan á

¼  bolli mjólk

3 egg

1 tsk vanilludropar

1 bolli suðusúkkulaði í bitum

 

  • Hrærið saman sykur, smjör, rabarbara, mjólk, egg og vanilludropa
  • Blandið þurrefnunum saman og bætið út í blönduna og hrærið varlega
  • Bætið súkkulaðibitunum út í
  • Skiptið í 12 form og setjið 1 tsk rabarbaramauk ofan á hverja köku og jafnvel 1 mola af súkkulaði
  • Bakið í 20-30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr deiginu
Athugið að maukið sem ég nota er hratið t.d. af sírópinu eða súpunni, en það má alveg sjóða saman smávegis rabarbara og sykur til að nota í þetta sérstaklega.

 



Rabarbarasíróp

½ kíló rabarbari

1 ¾ dl vatn

Rabarbarasíróp

½ kíló sykur fyrir hvern lítra af vökva

1 tsk vanillusykur

1 tsk sítrónusýra

 

 

  • Sjóðið rabarbarann með vatninu í 10 mín. Síið og mælið vökvann
  • Bætið réttu magni af sykri við ásamt vanillusykrinum og sjóðið í 5 mín.
  • Bætið sítrónusýrunni í og hellið í flösku

 

 

Þetta er mjög gott þynnt með vatni, gjarna kolsýrðu
Svo má líka bæta þessu í límónaði til þess að gera það bleikt - það þykir stelpum skemmtilegt
Sírópið er líka gott út á ís

 



Rabarbarasúpa

Rabarbarasúpa

½ kíló rabarbari

200 g sykur

3 dl vatn

1 vanillustöng

Sítrónusafi eftir smekk

 

 

  • Skerið rabarbarann í bita
  • Skerið vanillustöngina í tvent og skafið kornin úr og blandið saman við sykurinn
  • Setjið vatn og sykur í pott, komið upp suðu og látið krauma í 10 mínútur.  
  • Smakkið til með sítrónusafa eða sykri eftir smekk.
  • Síið maukið og notið tæran vökvann sem súpu.
  • Berið fram ískalda með ís og einhverju góðu kexi
  • Hratið má nota ofan á ristað brauð næstu vikuna eða í bollkökurnar, sjá uppskrift hér á síðunni

 



Rabbarbara desert úr hælunum

Rabarbarahælar í sykurlegi
Stríðsáradesert - smakkast eins og niðursoðnar perur

Uppskriftin er:
1 bolli hælar
1 bolli vatn
½ bolli sykur

Skera hælana af og snyrta þá
Setja í pott með vatni og sykri
Sjóða þangað til hælarnir eru meyrir (nokkrar mínútur)
 
Borða með ís og rjóma
 
Þeir sem vilja hafa sykurlöginn þykkari geta notað upp í 1 bolla af sykri á móti 1 bolla af vatni
 
Það er líka hægt að nota hrásykur, hunang eða agave síróp en þá þarf bara að prófa sig áfram með að breyta örlítið vatnsmagninu í samræmi við vökvainnihald sætuefnisins 



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband