Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Hvað á að vera hvar?

Mynta

Fjölærar plöntur t.d. rabarbari, aspas og jarðarber þurfa sér staðsetningu svo þau verði ekki fyrir hnjaski á hverju vori (sérstaklega ef fólk plægir upp á hverju vori)

Rabarbari sér í beði – gjarna nyrst til að hann skyggi ekki á aðrar plöntur. Rabarbari þarf um það bil 90 sentimetra ferning fyrir hverja plöntu. Athugið að vínrabarbari gefur minni uppskeru en hinn, en er auðvitað mun rauðari og oft mjög bragðgóður

Mynta helst sér í potti. Plantan er ákaflega dugleg og það getur verið varasamt að gefa henni pláss í garðinum. Hún veður yfir allt svo menn verða að vera tilbúnir að hafa hemil á henni 

Kartöflur – það má sá salati og radíum á milli snemma á vorin, annars skyggja þær of mikið á

Aðal reglan er að hafa smáar plöntur syðst og háar plöntur nyrst. Reyna að nýta sólina sem best


Athuga hvort gömlu fræin eru lifandi

fræ

Ef maður á gamalt fræ getur verið gott að setja það á blautan eldhúsrúllupappír og stinga honum í plastpoka og láta á heppilegan stað (18-20°C)

Þannig er hægt að sjá auðveldlega hvort fræið spírar og er lífvænlegt

Minnsta mál að klippa pappírinn í búta og planta bútunum með spíraða fræinu í rétta dýpt

Fræin ná alveg að vaxa í gegnum pappírinn, en það þarf að passa að hafa ekki mörg lög af eldhúspappírnum


Hvernig er best að sá?

dagblaðspottar

Það tekur 6-8 vikur að forrækta grænmeti þannig að það sé tilbúið til útplöntunar

Ef ætlunin er að planta út um mánaðamótin maí/júní þá þarf að sá í 2. til 3. viku apríl mánaðar. 

Það má alveg sá seinna en það, það eina sem gerist er að uppskeran verður eilítið seinni á ferðinni, en oft ná plönturnar samt mjög góðum vexti þótt þær fari seinna út. Enda er þá veður orðið hlýtt og skilyrði hagstæð

dagblaðspottar

Það er ekki endilega gott að byrja fyrr því þá er hætta á að fræplönturnar fái ekki nægilegt ljós og verði langar og renglulegar

Hiti til að spíra: 18-20°C

Hiti fyrir fræplöntur í vexti: 10-17°C.

 Það er ekkert sérstaklega erfitt að fá fræ til að spíra, kúnstin er að fá plönturnar til að vaxa vel. Þær þurfa mikið ljós og mun kaldari aðstæður en við höfum oft í húsunum okkar. Ef þær vaxa upp við of mikinn hita eða of lítið ljós þá verða þær renglulegar og veikburða

Dagblaðspottar

Lesið leiðbeiningar á fræpokum því plöntur eru aðeins mismunandi. Þumalputtareglan er samt að sá fræjum 3 x dýpra en þau eru stór. Smæstu fræin eru sett beint ofan á moldina og þrýst vel niður. Það hefur gefist mér vel að setja þunnt lag af vikri ofan á moldina þegar ég er búin að sá. Það þarf að vökva eftir sáningu og lang best að gera það neðan frá

Það þarf ekki að kaupa dýra potta til að sá í. Það má nota ýmislegt, t.d. getur verið mjög fínt að sá í ílát undan salati og jarðarberjum. Þau eru eins og lítil gróðurhús.

Pottari

Eins er hægt að sá rótargrænmeti í klósettrúllur sem er síðan plantað beint út. Þannig er forðast að trufla viðkvæmar rætur.

Garðyrkjufélagið selur fallega Pottara sem eru handhægir til að búa til pott úr dagblöðum. Pottararnir eru íslensk handsmíði og mikið prýði af þeim auk þess að vera gagnlegir. 

dagblaðspottar

Munið að merkja vel allt sem sáð er.

Gott er að setja bæði nafn á plöntunni, fjölda fræja sem sáð er auk dagsetningar.

Það er reyndar mjög gott að koma sér upp sérstakri dagbók það sem allt sem viðkemur garðinum er skrifað niður. Þannig er hægt að halda utan um hvað gert er og læra af reynslunni.

Þar er gott að skrifa niður hugmyndir að nýjungum sem mann langar að prófa og reynslu sem maður hefur öðlast. Dagbókin verður svo ómissandi við skipulagningu matjurtagarðsins næsta ár.

 

 


Dreifplanta (prikla)

Prikla

Það þarf að dreifplanta (eða prikla) þegar það eru komin 2-3 alvöru laufblöð á plönturnar

Best að taka plönturnar varlega úr pottunum, halda um moldarköggulinn og láta þær detta á borðið. Þá losnar um ræturnar og auðvelt að ná plöntunum í sundur. Þetta hljómar ansi gróft, en fer mun betur með plönturnar en að reyna að rífa flæktar rætur í sundur

Það getur verið gott að nota smá prik, t.d. kínverska prjóna til að leiðbeina rótunum ofan í nýja mold 

Alls ekki taka um stöngulinn, hann er mjög viðkvæmur og er lífæð plöntunnar. Takið um kímblöðin, þau eru plöntuni ónauðsynleg þegar fleiri blöð eru komin og allt í lagi þótt þau merjist aðeins.

 


Hvenær á að planta út?

Huggulegt í garðinum

Svarið er: Eftir síðasta frost - sem getur verið smá kúnst

Jörðin verður að vera orðin nægilega heit, ca. 6°C. Ég hef það fyrir satt að það megi prófa að stinga fingri niður í moldina og ef maður getur haft hann niðri í 1 mínútu þá sé moldin orðin nægilega heit til að það megi planta

Hefðbundið er að byrja að planta úr um mánaðamótin maí/júní

Allt í lagi að gera það seinna, sérstaklega ef veður er óhagstætt. Það skiptir ekki öllu máli að planta snemma, uppskeran verður þá bara aðeins seinni á ferðinni, sem er í góðu lagi.

Muna að sá fljótsprottnu grænmeti eins og radísum og salati jafnóðum, þeas á ca. 3 vikna fresti yfir sumarið því þessar plöntur eru bestar ungar.

Það þarf að passa vel upp á ungar plöntur sem er nýbúið að planta út. Það er nauðsynlegt fyrir þessi litlu kríli að fá vökvun reglulega ef það er ekki góð úrkoma. Rótakerfi þeirra er svo grunnt að þær geta mjög auðveldlega skrælnað.  

Oft getur verið gott að leggja akrýldúk yfir til að verja þær kulda fyrsta kastið. Eins hafa margir látið vel af káldúk sem seldur ef af Jötunvélum á Selfossi.  

Eins þarf að fylgjast vel með arfa og klóra hann í burtu eða reita. Litlar plöntur sem þurfa kjörskilyrði láta fljótt í lægri pokann fyrir ruddunum sem arfaplöntur geta verið.

 


Tillaga að matjurtagarði fyrir einn

 

Það er auðvitað mjög misjafna hvað fólk vill rækta í matjurtagarðinum sínum. Þegar ég var að byrja í matjurtaræktun þá hafði ég litla hugmynd um hvað ég ætti að setja niður og hvað mikið af hverju. Þess vegna hef tekið hér saman tillögu að matjurtagarði fyrir einn. Tillögurnar taka óneitanlega mið af mínum óskum, t.d. er ekkert hvítkál enda þykir mér það ekki gott. Hver og einn getur aðlagað þetta að sínum smekk og óskum

KLettasalat

Klettasalat - 9 plöntur

10 sm á milli 

1 flötur sem er 30 sm x 30 sm  = 0,1 m2

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumarið

 

 

Salat, blandað

Salat - blandað - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm  = 0,2 m2

Sáð inni 20. – 30. apríl

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumar

 

Spínat

Spínat - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumar

 

Rauðrófur

Rauðrófur - 27 plöntur

10 sm á milli

3 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,3 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Sáð bein út 10. maí – 5. júní

Má sá 2 sinnum yfir sumar

 

Gulrófur

Gulrófur - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Plantað út í byrjun júní

 

 

IMG_1910

Gulrætur - 64 plöntur

7 sm á milli

fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,4 m2

Sáð bein út 10. maí – 5. júní

Spíra á 2-3 vikum

 

 

Hnúðkál

Hnúðkál - 4 plöntur

20 sm á milli, planta stallað

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

Sáð úti í byrjun maí

 
 
 

Blómkál

Blómkál - 6 plöntur

60 sm á milli

fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 2,2 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl
 
 

 

 

Brokkolí

Spergilkál/Brokkoli - 10 plöntur

60 sm á milli

10 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 3,6 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

 

 

  

Grænkál

Grænkál - 2 plöntur

60 sm á milli

2 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 0,7 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

 

 

 

Hvítlaukur

Hvítlaukur - 12 plöntur

15 sm á milli

fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,3 m2

Settur niður í apríl eða september

5-8 sm djúpt

 

 

Ertur

Ertur = 8 plöntur

7 og 15 sm á milli Það þarf að binda þær upp á grind eða greinar

flötur sem er 30 sm x 30 sm = 0,1 m2

Sáð inni apríl – maí

Sáð bein út í júní

 

 

Kartöflur

Kartöflur, Bláar - 10 plöntur,

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Kartöflur, gular

Kartöflur, Gular - 10 plöntur

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Kartöflur, möndlu

Kartöflur, Möndlu 10 plöntur,

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí 

 

 

 

Kartöflur, rauðar

Rauðar 10 plöntur

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Aspas

Aspas = 5 plöntur

60 sm á milli

5 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 1,8 m2

Plantað í júní

Tekur 3 ár að koma sér fyrir, Gott að setja þara yfir á haustin

 

 

Rabarbari

Rabarbari = 4 plöntur

60 sm á milli

4 fletir sem eru 90 sm x 90 sm = 3 m2

Plantað í júní

Tekur 3 ár að koma sér fyrir. Gott að setja skít yfir á haustin

 

 


www.smartgardener.com

Matjurtagarður

Vefsíðan www.smartgardener.com getur verið hjálpleg fyrir byrjendur (og lengra komna) við að skipuleggja matjurtagarðinn.  Síðan er bandarísk og það þarf að skrá sig inn á síðuna til að geta notað hana. Það er ekki gert ráð fyrir búsetu á Íslandi. Ég hef því sagst búa í Anchorage í Alaska, en þar eru gróðurskilyrði líkust því sem hér er

Á síðunni er hægt að teikna upp garðinn sinn, en málsetningar eru í tommum og fetum. Eitt fet er nálægt því að vera 30 sentimetrar, svo það má vel notast við það mál sem grunn. En ef menn vilja reikna nákvæmlega þá má nota 2,54 sentimetra fyrir hverja tommu og það eru 12 tommur í hverju feti

Þarna er hægt að velja sér plöntur og valið er nokkuð nákvæmt, því það er hægt að panta fræ og plöntur beint frá seljendum. Ég hef farið þá leið að velja eitthvað svipað því sem fæst hér á landi og hef skemmt mér við að búa til teikningu af matjurtagarðinum mínum

Forritið getur jafnvel gert tillögu um hversu margar plöntur rétt sé að stja niður, miðað við fjölskyldustærð og matarsmekk notandans. Það er svo hægt að laga tillögurnar til eftir þörfum


Einær arfi

Haugarfi

Einæran arfa er frekar auðvelt að meðhöndla. Þegar fyrstu blöðin láta á sér kræla er best að nota klóru til að rífa yfir yfirborð moldarinnar og losa plönturnar upp. Meðan þær eru litlar þá þolir rótarkerfi þeirra ekki raskið og þær þorna upp og drepast. Það er mjög mikilvægt að vera duglegur á vorin og snemma sumars að klóra upp ungar arfaplöntur. Það er lítil vinna og virkar mjög vel. Fyrri hluti júní mánaðar er líklega mikilvægastur hvað þetta varðar. Ef menn sinna þessu vel í upphafi þá er mun minna mál að ráð við arfann, en ef hann fær að ná sér á strik snemma sumars

Ef plönturnar ná að verða stærri þá þarf að nota handskóflu til að grafa þær upp. Varist að setja arfa sem hefur blóm eða fræ í safnhauginn. Nóg er nú samt af arfafræi, þótt að bætist ekki við safnhaugamoldina

Helstu tegundir einærs arfa eru:

ArfiHaugarfi, Stellaria media - Haugarfinn er mesta lostæti og um að gera að nota hann í salatið ef hann nær sér verulega á strik. Hann vex hratt og getur auðveldlega kæft ungar matjurtir sem eru frekar viðkvæmar til að byrja með. Besta hefndin er auðvitað að éta óvininn og ekki spillir að hann er hollur.  Haugarfinn er lækningajurt, notuð útvortis við ýmsum húðkvillum og innvortis við gigt

Hjartaarfi, Capsella bursa - Það er um að gera að passa að hún nái ekki að þroska fræ. Auðvelt að reyta hana upp.  Hún er líka lækningajurt, en kannski ekki ástæða til að setja hann í salatið. Hún þykir góð til að stöðva bæðingar bæði útvortis og innvortis

Krossfífill, Senecio vulgaris - Þessi planta skýtur oft upp kollinum, er frekað auðreitt og um að gera að vera dulegur að uppræta hana.  Hún hefur verið notuð sem lækningajurt, en er talin innihalda varhugaverð efni.  Búfénaður forðast að éta hana

 


Fjölær arfi

FífillFjölær arfi er ívið verri en sá einæri. Það er einfaldast að grafa plönturnar upp til að losna við þær. Stundum er ástæða til að nota hormónalyf til að losna við skæðustu plönturnar og vera svo duglegur að grafa upp nýja plöntur eftir því sem þær birtast. Það er best að vera sífellt á verði, arfinn mun alltaf ná að skjóta rótum einhvers staðar.

Helstu tegundir af fjölærum arfa eru:

Fífill, Taraxacum officinale - Það er auðvelt að ná honum, þarf bara að grafa upp rótina. Hann er mikil nytjajurt og er allur ætur. Úr rótunum má gera kaffilíki, úr blöðunum má gera pestó eða nota þau ung í salat. Úr blómunum má búa til svaladrykk, fíflahunang, fíflavín eða lita ullargarn ljósgult

Brenninetla, Urtica dioeca - Þeir sem eru svo heppnir að hafa brenninetlur í matjurtagarðinum ættu að passa vel uppá plö nturnar. Netla er gömul lækningajurt og allra meina bót. Hana má t.d. nota í te og súpu. Svo gefur hún ágætan lit í ull.

fyrstu12Njóli, Rumex longifolius - Njólinn er líka ætur og hann má nota til jurtalitunar, bæði blöð og rætur.  Hann er gömul lækningajurt. Þeir sem vilja losna við njóla ættu að fá sér stóra skóflu (handskófla dugir ekki til), stinga djúpt og grafa upp alla rótina 

Skriðsóley, Ranunculus repens - er alger óþverri sem nauðsynlegt er að grafa upp. Það getur tekið nokkur ár að losna við hana úr matjurtagarðinum og það getur þurft að nota hormónalyf (tvíkímblöðungaeitur) til að losna við hana

Hóffífill - Tussilagi farfara er enn verri en Skriðsóleyin því lítill rótarbútur sem brotnar af rótinni og verður eftir í moldinni verður að nýrri plöntu.  Jurtin er þó gömul lækningajurt, notuð við hósta. Samt eru efni í jurtinni sem talin eru varhugaverð og því rétt að kynna sér málið betur áður en hún er notuð í lækningaskyni

Húsapuntur, Elymus repens - er líka algjör pest sem mjög erfitt er að losna við. Ræturnar geta myndað mikla og þykka flækju sem erfitt getur verið að grafa upp. Helst er að ráðast á hann á vorin með stórri stungusóflu og grafa hann upp. Ræturnar hafa verið notaðar til matar, t.d. bætt í brauð. Jurtin er lækningajurt og þykir gagnast þvagblöðru og nýrum vel 

Alls EKKI setja arfa í safnhauginn ef hann er farinn að blómstra eða mynda fræ. Það er nánast aldrei nægilegur hiti í safnhaugnum til að drepa fræin. Það er í lagi að klippa blómin/fræin af og henda þeim og setja svo restina af jurtinni í safnhauginn, vel niður klippta að sjáfsögðu 

 


Safnhaugurinn

Safnhaugur

Endilega reyna að koma sér upp safnhaug sem fyrst

Það má kaupa sérstök ílát í garðyrkjubúðum

Eða smíða úr timbri

Eða jafnvel setja saman safnhaug úr pallettum og vírherðatrjám, eins og þessi hérna. Í hann fóru þrjár pallettur og einni tyllti ég ofan á. Palletturnar eru festar saman með tveimur vírherðatrjám í hverju horni. Einu uppi og hinu niðri.

Safnhaugamold er einhver besti jarðvegsbætir sem til er og kostar ekki neitt

Það er einfalt að hafa litla krukku, gjarna loftþétta, á eldhúsborðinu og safna ávaxta- og grænmetisafskurði, eggjaskurn, kaffikorg, pappír og eggjabökkum til að setja í safnhauginn. Góð stærð á krukku er svipuð (eða rétt aðeins stærri) en það sem venjulega er notað undir hveiti. Sú stærð er alveg mátuleg þannig að hún fyllist 1-2 svar í viku og þá er einfaldlega farið með krukkuna út í safnhauginn og hvolft úr henni


Það skiptir miklu máli að setja ekki of stóra búta í safnhauginn.  Klippið niður stórar plöntur og greinar og rífið niður pappír og pappa

Það er mjög gott að setja húsdýraáburð í safnhauginn til að koma örverunum vel af stað 

Muna að blanda vel og nota stungugaffalinn til að hræra reglulega í safnhaugnum. Það er ágætt að miða við að hræra í honum amk. einu sinni í mánuði yfir sumartímann. Á veturna lætur maður frostið sjá um safnhauginn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband