Hvað á að vera hvar?

Mynta

Fjölærar plöntur t.d. rabarbari, aspas og jarðarber þurfa sér staðsetningu svo þau verði ekki fyrir hnjaski á hverju vori (sérstaklega ef fólk plægir upp á hverju vori)

Rabarbari sér í beði – gjarna nyrst til að hann skyggi ekki á aðrar plöntur. Rabarbari þarf um það bil 90 sentimetra ferning fyrir hverja plöntu. Athugið að vínrabarbari gefur minni uppskeru en hinn, en er auðvitað mun rauðari og oft mjög bragðgóður

Mynta helst sér í potti. Plantan er ákaflega dugleg og það getur verið varasamt að gefa henni pláss í garðinum. Hún veður yfir allt svo menn verða að vera tilbúnir að hafa hemil á henni 

Kartöflur – það má sá salati og radíum á milli snemma á vorin, annars skyggja þær of mikið á

Aðal reglan er að hafa smáar plöntur syðst og háar plöntur nyrst. Reyna að nýta sólina sem best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband