Hvenær á að planta út?

Huggulegt í garðinum

Svarið er: Eftir síðasta frost - sem getur verið smá kúnst

Jörðin verður að vera orðin nægilega heit, ca. 6°C. Ég hef það fyrir satt að það megi prófa að stinga fingri niður í moldina og ef maður getur haft hann niðri í 1 mínútu þá sé moldin orðin nægilega heit til að það megi planta

Hefðbundið er að byrja að planta úr um mánaðamótin maí/júní

Allt í lagi að gera það seinna, sérstaklega ef veður er óhagstætt. Það skiptir ekki öllu máli að planta snemma, uppskeran verður þá bara aðeins seinni á ferðinni, sem er í góðu lagi.

Muna að sá fljótsprottnu grænmeti eins og radísum og salati jafnóðum, þeas á ca. 3 vikna fresti yfir sumarið því þessar plöntur eru bestar ungar.

Það þarf að passa vel upp á ungar plöntur sem er nýbúið að planta út. Það er nauðsynlegt fyrir þessi litlu kríli að fá vökvun reglulega ef það er ekki góð úrkoma. Rótakerfi þeirra er svo grunnt að þær geta mjög auðveldlega skrælnað.  

Oft getur verið gott að leggja akrýldúk yfir til að verja þær kulda fyrsta kastið. Eins hafa margir látið vel af káldúk sem seldur ef af Jötunvélum á Selfossi.  

Eins þarf að fylgjast vel með arfa og klóra hann í burtu eða reita. Litlar plöntur sem þurfa kjörskilyrði láta fljótt í lægri pokann fyrir ruddunum sem arfaplöntur geta verið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband