Dreifplanta (prikla)

Prikla

Það þarf að dreifplanta (eða prikla) þegar það eru komin 2-3 alvöru laufblöð á plönturnar

Best að taka plönturnar varlega úr pottunum, halda um moldarköggulinn og láta þær detta á borðið. Þá losnar um ræturnar og auðvelt að ná plöntunum í sundur. Þetta hljómar ansi gróft, en fer mun betur með plönturnar en að reyna að rífa flæktar rætur í sundur

Það getur verið gott að nota smá prik, t.d. kínverska prjóna til að leiðbeina rótunum ofan í nýja mold 

Alls ekki taka um stöngulinn, hann er mjög viðkvæmur og er lífæð plöntunnar. Takið um kímblöðin, þau eru plöntuni ónauðsynleg þegar fleiri blöð eru komin og allt í lagi þótt þau merjist aðeins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband