Rabarbara cup cakes (bolla kökur)
30.6.2011 | 18:14
Ég setti saman þessa uppskrift fyrst og fremst til þess að nýta hratið sem ég fékk þegar ég gerði síróp og súpu.
1 ¾ bollar hveiti
½ bolli haframjöl
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
¾ bollar sykur
½ bolli brætt smjör
½ bolli rabarbaramauk til að setja í deigið og 1/2 bolli til að setja ofan á
¼ bolli mjólk
3 egg
1 tsk vanilludropar
1 bolli suðusúkkulaði í bitum
- Hrærið saman sykur, smjör, rabarbara, mjólk, egg og vanilludropa
- Blandið þurrefnunum saman og bætið út í blönduna og hrærið varlega
- Bætið súkkulaðibitunum út í
- Skiptið í 12 form og setjið 1 tsk rabarbaramauk ofan á hverja köku og jafnvel 1 mola af súkkulaði
- Bakið í 20-30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr deiginu
Athugið að maukið sem ég nota er hratið t.d. af sírópinu eða súpunni, en það má alveg sjóða saman smávegis rabarbara og sykur til að nota í þetta sérstaklega.
Athugasemdir
Sæl.
Hvernig býrðu til rabbarbaramaukið sem er í uppskriftinni?
Kveðja,
Agnes
Agnes Heiða Skúladóttir (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 22:06
Sæl Agnes. Ég gleymdi að nefna það hérna, en ég notaði afganginn sem verður til af rabarbarasírópinu. Það sem er síað frá er fyrirtaks mauk og ég vildi endilega nýta það í eitthvað annað en safnhauginn. Það er auðvitað hægt að sjóða saman rabarbara og sykur sérstaklega til að nota í kökurnar. Þá er hægt að nota 2 hluta rabarbara á móti 1 hluta af sykri, eða allt upp í 1:1 ef maður vill hafa mikið sætt.
Brynhildur Bergþórsdóttir, 11.7.2011 kl. 23:39
TAkk fyrir þetta,
kveðja,
Agnes
Agnes Heiða Skúladóttir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.