Fyrirlestur í Neskirkju 2. apríl

smalondHér hef ég sett in glærur frá fyrirlestri sem ég var með í Neskirkju í dag.

Í fyrirlestrinum talaði ég mest út frá því að fólk geti ræktað matjurtir í pottum, hvort sem er á svölum eða á jafnsléttu.

Ég reyni að leggja áherslu á að ræktun er auðveld og ódýr. Það þarf ekki að kaupa dýr áhöld og fræ eru auðveld og ódýr leið til þess að fá plöntur. Það má vel geyma fræ á þurrum og köldum stað og nota þau næsta ár og þar næsta líka. Yfirleitt er mun meira magn af fræi en ástæða er til sá í einu. Gott að geyma í plastpoka í ísskáp ef þar er eitthvað pláss.

Það er frekar auðvelt að sá og fá fræin til að spíra. Ungar fræplöntur vilja fá mikla birtu og vera í 10-15°C hita sem er mun kaldara en okkur þykir þægilegt. Það má stundum finna þennan hita í þvottahúsum, eða geymslum, en muna að fræplönturnar þurfa mikla birtu.

En fyrst og fremst þykir mér miklvægt að fólk hafi ánægju af þessu stússi.

Myndin er úr matjurtagarðinum mínum, sem er skiki í Smálöndum, en þar er líka gott að slappa af. 

 


Brynhildur Bergþórsdóttir, formaður matjurtaklúbbs GÍ

gardur
Byrjaði af krafti í garðyrkju árið 1986

Fyrsti garðurinn var í Vesturbæ Reykjavíkur

Kom honum úr órækt í fallegan lítinn garð

Var nær engöngu með blómplöntur, en þó var þar rifs og rabarbari

Er núna í efra Breiðholti með lítinn garð, ca. 150 fm
Þar er garðskáli, skúr, tjörn með vatnajurtum og gullfiskum, Gullregn, skrautepli, kirsuberjatré, runnar, klifurplöntur, fjölærar plöntur, laukar. Myndin er úr garðinum heima.


Áhugi á matjurtarækt vaknaði 2006. Hef verið með matjurtagarð í Smálöndum frá upphafi
Rækta þar kartöflur, brokkoli, blómkál, grænkál, gulrætur, salat, aspas, rabarbara, rifs, sólber og stikkilsber ásamt litunarjurtum.


Hvaða tegundir á að rækta

Hefðbundnar íslenskar matjurtir sem auðvelt er rækta

Feitletrað það sem ætti að vera auðvelt að rækta í pottum

  • Kartöflur
  • Rófur – rauðrófur, gulrófur
  • Gulrætur
  • Kálhvítt, grænt, rautt
  • Brokkoli
  • Blómkál
  • Hnúðkál
  • Sellerí
  • Salat
  • Spínat
  • Radísur

Og nokkrar sem ekki voru ræktaðar í gamla daga

  • Beðja
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Baunir (beans)
  • Ertur (peas)
  • Aspas
  • Jordskokker/Jerusalem artichoke
  • Kryddjurtir

Ýmislegt sem má rækta í pottum

rabarbari

Vínrabarbara má rækta í stórum potti. Rabarbarinn er gráðug planta og gott að gefa næringu. Venjulegur garðrabarbari (sem er oftast yrkið Viktoría) er oftast of stór fyrir pottarækt.

 

baunir

Baunir (e. beans) og ertur (e. peas) eru fallegar plöntur sem vel geta vaxið úti á Íslandi. Þetta eru plöntur sem þurfa klifurgrind og verða nokkuð stórar og það þarf að binda þær upp. Blómin geta verið til mikillar prýði og uppskeran er oft mjög góð. Myndin er af Hestabaunum sem mér þykja reynar frekar vondar. Ég er hrifnari af ertum sem við íslendingar köllum samt baunir.


Ýmislegt sem má rækta í pottum

berjakassi

Jarðarber kunna ágætlega við sig í pottum, en gott er gefa þeim áburð. Þau vilja mikla sól.

engifer

Engifer má rækta í potti. Leggja spíraða rót ofan á raka mold - ekki grafa niður. AF þessu vex nokkuð há planta sem líkist pálma. Gott er að hafa pottinn stóran því hnýðið vex niður í pottinn og að nokkuð góðum tíma liðnum má fá uppskeru. Engifer er innijurt á okkar slóðum, svo ekki reyna þetta úti við.


Hvernig er best að sá?

pottariForrækta 6-8 vikum fyrir útplöntun

Sem þýðir venjulega að þar er ágætt að sá inni síðustu 10 daga í apríl og sá beint út í mold síðustu 10 daga í maí.

Það má alveg sá seinna, því það getur alveg komið frost í júní.

Ekki endilega gott að byrja fyrr því þá er hætta á að fræplönturnar fái ekki nægilegt ljós og verði langar og renglulegar

Hiti til að spíra: 18-20°C sem er svalur stofuhiti

Hiti fyrir fræplöntur: 10-17°C sem er nokkuð svalt. Hægt að opna glugga í þvottahúsi t.d.

Lesið leiðbeiningar á fræpokum því plöntur eru aðeins mismunandi.


Það þarf ekki að leggja í mikinn kostnað til að rækta

boxBox undan jarðarberjum og salati eru eins og lítil gróðurhús og eru oftast með götum í botninn. Þessi box eru tilvalin fyrir salatfræ.

Eins er hægt að vefja potta úr dagblöðum, nota mjólkurfernur og fleira og fleira. Muna bara að hafa göt í botninum.

Hversu djúpt á að sá fer eftir stærð fræanna, en þumalputtareglan er að þau eiga að fara

3x dýpra en þau eru stór

Minnstu fræin fara beint ofan á moldina

Flest fræ þurfa myrkur á meðan þau spíra, en um leið og það kemur blað þá þarf að færa þau í birtu

Muna að lesa leiðbeiningar á fræpokunum 


Prikla (dreifsá)

prikl

Það tekst sjaldnast að sá bara einu eða tveimur fræjum í hvern pott, sérstakega þegar fræin eru mjög lítil. Þá þarf að þynna þegar það eru komin 2-3 alvöru laufblöð á plönturnar

Best að vera búin að vökva vel og taka moldarköggulinn varlega úr pottunum og láta detta á borð

Þá losnar um ræturnar og auðvelt að ná plöntunum í sundur

Velja sterkbyggðustu fræplönturnar og henda hinum

ALDREI taka um stöngulinn því hann er lífæð plöntunar og má ekki kremjast. Það best að taka um kímblöðin og halda þannig á plöntunni

Vera búin að fylla hæfilega stóran pott með mold og gera sæmilega holu og setja ræturnar varlega niður með því að halda um laufblað. Þétta svo létt í kring og muna að vökva á eftir. Það sér til þess að ræturnar verði örugglega í snertingu við moldina


Það sem ég hef lært af reynslunni

vikurEkki sá of snemma

Það er gott að þekja yfirborð moldarinnar með vikri.

Vökva neðan frá og passa að hella umfram vatni af

Það er líklega ekki hægt að hafa OF mikla birtu á fræplöntunum á Íslandi. Ekki samt setja þær í suðurglugga því þar getur orðið allt of heitt. Þær þurfa birtu, ekki steikjandi sól.

Ekki of mikinn hita

Ekki sá of miklu magni

MERKJA ALLT VEL


Það sem ég hef lært af reynslunni

jarðarber

Sá oft og lítið í einu af fljótsprotnu grænmeti eins og salati, radísum og spínati

t.d. á tveggja vikna fresti

Ekki bíða of lengi með að prikla (eða dreifsá eins og það heitir á íslensku)

Setja fræplöntur djúpt í mold (upp að neðstu laufum)

Samt ekki fyrr en 3-4 alvöru lauf hafa myndast.


Uppskeran þarf ekki að vera mikil til að vera þess virði

hvilaukurHeimaræktaður hvítlaukur er miklu bragðbetri en sá sem fæst í búð. Eitt rif er á við nokkuð mörg af búðarhvítlauk, svo farið sparlega með hann.

Það er auðvelt að rækta hvítlauk og hann sómir sér vel með skrautjurtum í hvaða blómabeði eða potti sem er. Blómin eru falleg og góð á bragðið líka.

Hvítlauksrif eru sett í mold á haustin

Líka hægt að stinga niður að vori og nota grasið sem krydd


Uppskeran

karfaRabarbari er vel vaxinn í byrjun júní

Salat og spínat frá júní

Stela einu og einu laufi af rauðrófunum

Kippa upp gulrótum til að þynna

Taka eitt og eitt lauf af grænkálinu


Uppskeran

kartoflurTaka upp lítið í einu og oft

Það er margt sem getur alveg verið úti í mold þótt það sé orðið kalt

Kartöflur og gulrætur geymast vel í mold og því hægt að taka upp eftir þörfum og láta jörðina geyma grænmetið þar til frystir

Grænkál verður bara betra eftir frost

Um að gera að njóta haustsins


Uppskeran

berþað má rækta berjarunna í stórum pottum

Það þarf ekki mikið magn til fá sultu í nokkrar krukkur

Það má týna ýmislegt úti í náttúrunni eins og sveppi og söl


Matjurtasúpa

supa

Þessi súpa er bráðholl og ljúfeng. Í hana má nota hvaða grænmeti sem er t.d. gulrætur, rófur, rauðrófur, blómkál, grasker og spínat. Ef gulrætur eru notaðar þá getur verið gott að setja 1/2-1 tsk af engifer líka. Súpan geymist vel í kæli. Ég set hana í glerkrukku og hún geymist í 7-10 daga.

Skera lauk og láta krauma í smjöri þar til hann er vel brúnn.

Bæta við 1 msk af Túrmerik kryddi, 1/2 tsk pipar og ef vill 1 tsk mulin kólíanderfræ 1/2 tsk mulin sinnepsfræ

Hella 1 lítra af kjúklingasoði yfir

Brytja út í þetta:

1 brokkolíhaus

1 bolla af spínati (4 frosnar kúlur)

1 bolla af grænkáli (4 frosnar kúlur)

ef vill, 1 kartöflu - Það gerir súpuna þykkari

láta sjóða í 10 mín, salta eftir smekk

Mauka með töfrasprota eða í blandara

Klippa steinselju yfir - má sleppa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband