Rabarbarasíróp
30.6.2011 | 18:14
½ kíló rabarbari
1 ¾ dl vatn
½ kíló sykur fyrir hvern lítra af vökva
1 tsk vanillusykur
1 tsk sítrónusýra
- Sjóðið rabarbarann með vatninu í 10 mín. Síið og mælið vökvann
- Bætið réttu magni af sykri við ásamt vanillusykrinum og sjóðið í 5 mín.
- Bætið sítrónusýrunni í og hellið í flösku
Þetta er mjög gott þynnt með vatni, gjarna kolsýrðu
Svo má líka bæta þessu í límónaði til þess að gera það bleikt - það þykir stelpum skemmtilegt
Sírópið er líka gott út á ís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.