Færsluflokkur: Lífstíll
Jarðvegsvinna
25.4.2013 | 18:49
Allra best að vinna moldina á haustin
Nota stungskóflu eða gaffal
Best að vinna í rakri mold, en alls ekki blautri, ef moldin klessist saman þá er hún of blaut
Stinga upp efsta lag moldarinnar (15-25 sm) - ekki meira
Hreinsa steina, nota sigti til að ná smærri steinum
Raka moldina vel í nokkrar áttir til að brjóta upp köggla og raka saman smærri steinum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áburður
25.4.2013 | 18:46
Það getur verið gott að bæta jarðveginn með því að setja lífrænt efni í hana, t.d. skít og safnhaugamold. Það er reyndar mín skoðun að það sé tæplega hægt að nota of mikinn skít. En skíturinn, venjulega hrossatað, þarf að vera gamall og vel niður rigndur.
Vinna 5-10 sm lag ofan í efstu moldina og láta sitja í 3 vikur áður en plantað eða sáð er
Það má líka nota skolaðan þara og þangi, moltu eða tilbúinn áburð 3 vikum fyrir útplöntun
Tilbúinn áburður eins og Blákorn þarf uþb 1 bolla á hverja 10 fermetra
Sýrustig jarvegsins þarf að vera rétt. Bæta við kalki eða sýru eftir því hvort þarf að laga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hækka eða lækka sýrustig jarðvegsins
25.4.2013 | 18:40
Það er betra að fara varlega og líta á þetta sem langtíma verkefni en að ætla að leiðrétta sýrustigið í einni umferð.
Flest grænmeti vill jarðveg sem er á bilinu 6-7
Kartöflur vilja súran jarðveg hægt að minnka kláða með því að sýra jarðveg, allavega á ekki að bera kalk á jarðveg þar sem ætlunin er að rækta kartöflur
Til að lækka sýrustig er notað kalk
Til þess að auka sýrustig um 1
Prófið að nota 100 grömm af kalki á hvern fermetra ef jarðvegurinn er sendinn
Þrefalt það magn, 300 grömm, ef jarvegurinn er leirkenndur
Tvöfalt það magn, 200 grömm, ef jarðvegurinn er mitt á milli, moldarjarðvegur
Sveppamassi gerir jarðveginn basískari
Til að hækka sýrustig er notaður brennsteinsáburður
Til að minnka sýrustig um 1
Prófið að nota 35 grömm á hvern fermetraer jarðvegur er sendinn
Þrefalt það magn fyrir annan jarðveg.
Það þarf að raka þetta vel í moldina.
Sag, laufmold og mómold gerir jarðveg súrari
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skipulag matjurtagarðsins
25.4.2013 | 18:37
Beð eru höfð allt að 120 sm breið. Ástæða þess að þau eru ekki breiðari er sú að þá er hægt að komast að plöntunum frá báðum hliðum og reita arfa
Lengd beðanna fer eftir aðstæðum, þess vegna lengd þess efnis sem notað er
Hæð að minnsta kosti 20-30 sm, það er mokað uppúr stígunum og upp í beðin
Breidd stíga að minnsta kosti 30-40 sm, fæstir tíma að hafa þá breiðari, en þeir mega alveg vera 60 sm, en það er sú breidd sem þarf til að geta gengið auðveldlega á milli
Upphækkuð beð eru höfð svipuð að stærð
Ef ástæða þykir þá má alveg bregða út af þessum stærðum
Ef ætlunin er að setja boga yfri beðin til þess að strengja akrýldúk, plast eða káldúk yfir beðin þá er heppilegt að nota rafmagnsrör. Eitt rör er sagað í tvennt og þá fæst heppileg lengd til að spenna í boga yfir beðin
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað á að rækta?
25.4.2013 | 17:38
Hefðbundnar íslenskar matjurtir sem auðvelt er að rækta
Kartöflur
Rófur rauðrófur, gulrófur
Gulrætur
Kál hvítt, grænt, rautt
Brokkoli
Blómkál
Hnúðkál
Sellerí
Salat
Spínat
Radísur
Nokkrar sem ekki voru ræktaðar í gamla daga
Beðja
Laukur
Hvítlaukur
Baunir (beans)
Ertur (peas)
Aspas
Jordskokker/Jerusalem artichoke
Kryddjurtir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað á að vera hvar?
25.4.2013 | 17:34
Fjölærar plöntur t.d. rabarbari, aspas og jarðarber þurfa sér staðsetningu svo þau verði ekki fyrir hnjaski á hverju vori (sérstaklega ef fólk plægir upp á hverju vori)
Rabarbari sér í beði gjarna nyrst til að hann skyggi ekki á aðrar plöntur. Rabarbari þarf um það bil 90 sentimetra ferning fyrir hverja plöntu. Athugið að vínrabarbari gefur minni uppskeru en hinn, en er auðvitað mun rauðari og oft mjög bragðgóður
Mynta helst sér í potti. Plantan er ákaflega dugleg og það getur verið varasamt að gefa henni pláss í garðinum. Hún veður yfir allt svo menn verða að vera tilbúnir að hafa hemil á henni
Kartöflur það má sá salati og radíum á milli snemma á vorin, annars skyggja þær of mikið á
Aðal reglan er að hafa smáar plöntur syðst og háar plöntur nyrst. Reyna að nýta sólina sem best
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athuga hvort gömlu fræin eru lifandi
25.4.2013 | 17:29
Ef maður á gamalt fræ getur verið gott að setja það á blautan eldhúsrúllupappír og stinga honum í plastpoka og láta á heppilegan stað (18-20°C)
Þannig er hægt að sjá auðveldlega hvort fræið spírar og er lífvænlegt
Minnsta mál að klippa pappírinn í búta og planta bútunum með spíraða fræinu í rétta dýpt
Fræin ná alveg að vaxa í gegnum pappírinn, en það þarf að passa að hafa ekki mörg lög af eldhúspappírnum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig er best að sá?
25.4.2013 | 17:09
Það tekur 6-8 vikur að forrækta grænmeti þannig að það sé tilbúið til útplöntunar
Ef ætlunin er að planta út um mánaðamótin maí/júní þá þarf að sá í 2. til 3. viku apríl mánaðar.
Það má alveg sá seinna en það, það eina sem gerist er að uppskeran verður eilítið seinni á ferðinni, en oft ná plönturnar samt mjög góðum vexti þótt þær fari seinna út. Enda er þá veður orðið hlýtt og skilyrði hagstæð
Það er ekki endilega gott að byrja fyrr því þá er hætta á að fræplönturnar fái ekki nægilegt ljós og verði langar og renglulegar
Hiti til að spíra: 18-20°C
Hiti fyrir fræplöntur í vexti: 10-17°C.
Það er ekkert sérstaklega erfitt að fá fræ til að spíra, kúnstin er að fá plönturnar til að vaxa vel. Þær þurfa mikið ljós og mun kaldari aðstæður en við höfum oft í húsunum okkar. Ef þær vaxa upp við of mikinn hita eða of lítið ljós þá verða þær renglulegar og veikburða
Lesið leiðbeiningar á fræpokum því plöntur eru aðeins mismunandi. Þumalputtareglan er samt að sá fræjum 3 x dýpra en þau eru stór. Smæstu fræin eru sett beint ofan á moldina og þrýst vel niður. Það hefur gefist mér vel að setja þunnt lag af vikri ofan á moldina þegar ég er búin að sá. Það þarf að vökva eftir sáningu og lang best að gera það neðan frá
Það þarf ekki að kaupa dýra potta til að sá í. Það má nota ýmislegt, t.d. getur verið mjög fínt að sá í ílát undan salati og jarðarberjum. Þau eru eins og lítil gróðurhús.
Eins er hægt að sá rótargrænmeti í klósettrúllur sem er síðan plantað beint út. Þannig er forðast að trufla viðkvæmar rætur.
Garðyrkjufélagið selur fallega Pottara sem eru handhægir til að búa til pott úr dagblöðum. Pottararnir eru íslensk handsmíði og mikið prýði af þeim auk þess að vera gagnlegir.
Munið að merkja vel allt sem sáð er.
Gott er að setja bæði nafn á plöntunni, fjölda fræja sem sáð er auk dagsetningar.
Það er reyndar mjög gott að koma sér upp sérstakri dagbók það sem allt sem viðkemur garðinum er skrifað niður. Þannig er hægt að halda utan um hvað gert er og læra af reynslunni.
Þar er gott að skrifa niður hugmyndir að nýjungum sem mann langar að prófa og reynslu sem maður hefur öðlast. Dagbókin verður svo ómissandi við skipulagningu matjurtagarðsins næsta ár.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dreifplanta (prikla)
25.4.2013 | 16:58
Það þarf að dreifplanta (eða prikla) þegar það eru komin 2-3 alvöru laufblöð á plönturnar
Best að taka plönturnar varlega úr pottunum, halda um moldarköggulinn og láta þær detta á borðið. Þá losnar um ræturnar og auðvelt að ná plöntunum í sundur. Þetta hljómar ansi gróft, en fer mun betur með plönturnar en að reyna að rífa flæktar rætur í sundur
Það getur verið gott að nota smá prik, t.d. kínverska prjóna til að leiðbeina rótunum ofan í nýja mold
Alls ekki taka um stöngulinn, hann er mjög viðkvæmur og er lífæð plöntunnar. Takið um kímblöðin, þau eru plöntuni ónauðsynleg þegar fleiri blöð eru komin og allt í lagi þótt þau merjist aðeins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær á að planta út?
25.4.2013 | 16:51
Svarið er: Eftir síðasta frost - sem getur verið smá kúnst
Jörðin verður að vera orðin nægilega heit, ca. 6°C. Ég hef það fyrir satt að það megi prófa að stinga fingri niður í moldina og ef maður getur haft hann niðri í 1 mínútu þá sé moldin orðin nægilega heit til að það megi planta
Hefðbundið er að byrja að planta úr um mánaðamótin maí/júní
Allt í lagi að gera það seinna, sérstaklega ef veður er óhagstætt. Það skiptir ekki öllu máli að planta snemma, uppskeran verður þá bara aðeins seinni á ferðinni, sem er í góðu lagi.
Muna að sá fljótsprottnu grænmeti eins og radísum og salati jafnóðum, þeas á ca. 3 vikna fresti yfir sumarið því þessar plöntur eru bestar ungar.
Það þarf að passa vel upp á ungar plöntur sem er nýbúið að planta út. Það er nauðsynlegt fyrir þessi litlu kríli að fá vökvun reglulega ef það er ekki góð úrkoma. Rótakerfi þeirra er svo grunnt að þær geta mjög auðveldlega skrælnað.
Oft getur verið gott að leggja akrýldúk yfir til að verja þær kulda fyrsta kastið. Eins hafa margir látið vel af káldúk sem seldur ef af Jötunvélum á Selfossi.
Eins þarf að fylgjast vel með arfa og klóra hann í burtu eða reita. Litlar plöntur sem þurfa kjörskilyrði láta fljótt í lægri pokann fyrir ruddunum sem arfaplöntur geta verið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)