Hvaða áhöld þarf?

Áhöld

Góð verkfæri eru nauðsynleg. Það getur verið full ástæða til að fá sé vönduð verkfæri því þau þurfa að endast vel. Verkfæri ætti að hugsa vel um, skola mold af málmi og tré og þurrka vel.

Stikur/langar mjóar spýtur og snæri -  til þess að merkja beðin og stígana

Stunguskóflu og/eða gaffal – til að stinga upp

Hrífu – (ekki grashrífu) til að jafna beð og brjóta upp jarðveginn

Handverkfæri – skóflu og klóru til að planta út og hreinsa illgresi

Sigti – til að sigta grjót

Vökvunarkönnu með dreifara og/eða slöngu með góðum stút – til að vökva 

Hnjáhlífar – til að verða ekki illt

Hanska og handáburð – til að hlífa höndunum

Ekki verra að hafa smááhöldin í fötu 

Ef matjurtagarðurinn er fjarri heimilinu, getur verið gott að taka með sér nesti

Og svo er ákaflega gott að hafa tissue pakka til að þurrka sultardropana þegar kuldaboli blæs 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband