Rabarbara "kampavín"
30.6.2011 | 18:14

1 kíló rabarbari
1 sítróna skorin í sneiðar
4 lítrar kalt vatn
½ kíló sykur
1 dessertskeið af eplaediki
Skerið rabarbarann í bita og setjið allt í pott
Látið standa í sólarhring, hrærið til að leysa upp sykurinn
Síið og hellið á tveggja lítra gosflöskur
Ekki fylla flöskuna alveg, látið u.þ.b. 5 sentimetra vera eftir og lokið vel
Látið standa í nokkra daga, eða þar til flaskan er alveg hörð viðkomu
Setjið þá flöskuna í kæli og látið kólna vel
Drykkurinn er létt kolsýrður
Það getur myndast smávegis botnfall í flöskunni, en það er auðvelt að hella varlega úr flöskunni til að forðast að fá það í glasið
Botnfallið er alveg skaðlaust og líklega bráðhollt
Drekkið innan 2 vikna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.