Rabarbara ís
30.6.2011 | 18:14

300 g rabarbari
1 dl sykur
½ dl vatn- ef þarf
3 dl rjómi
2 eggjarauður
1 tsk vanillusykur
1 msk flórsykur
Skerið rabarbarann í bita og setjið í pott með sykrinum og smá vatni ef þarf
Sjóðið í nokkrar mínútur þar til rabarbarinn er mjúkur
Takið af hitanum og látið kólna
Hræðið eggjarauður saman við flórsykur og vanillusykurinn
Þeytið rjómann og veltið eggjahrærunni í hann.
Blandið rabarbaranum varlega í rjómann.
Setjið í ísvél (og fylgið leiðbeiningum hennar) eða setjið frysti og hræðið endrum og sinnum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.