Hárlitur úr rabarbararót - til að lýsa ljóst hár
30.6.2011 | 22:26

Þessi uppskrift er gefin meira til gamans en nokkuð annað
Ég hef ekki prófað hana og gef hana án allrar ábyrgðar*
Til að lýsa hárið
30 g rabarbararót
1/2 lítri eplaedik
20 g kamillublóm (e. Chamomile)
20 g morgunfrúarblóm (e. Calendula)
Safi af 2 sítrónum
50 g hunang
50 g vodki
Slatti af þykkri hárnæringu
Sjóðið rótina í edikinu í 10 mín.
Bætið blómunum út í og sjóðið undir loki í 5 mín í viðbót og látið síðan kólna
Síið og bætið sítrónusafa, hunangi og vodka út í
Þykkið með hárnæringunni
Smyrjið í hárið og látið bíða í 30 mín
Skolið með frekar köldu vatni
* Athugið að myndefnið gefur enga vísbendingu um litinn sem fæst með þessari blöndu
Líklega lýsir þetta hárið eitthvað, sérstaklega ef það er látið þorna í sól
Þetta gæti hins vegar þurrkað hárið ef hægt er að dæma af innihaldsefnunum
Þeir sem þora að prófa þetta mega endilega láta mig vita hvernig blandan reynist
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.