Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Uppskeran þarf ekki að vera mikil til að vera þess virði

hvilaukurHeimaræktaður hvítlaukur er miklu bragðbetri en sá sem fæst í búð. Eitt rif er á við nokkuð mörg af búðarhvítlauk, svo farið sparlega með hann.

Það er auðvelt að rækta hvítlauk og hann sómir sér vel með skrautjurtum í hvaða blómabeði eða potti sem er. Blómin eru falleg og góð á bragðið líka.

Hvítlauksrif eru sett í mold á haustin

Líka hægt að stinga niður að vori og nota grasið sem krydd


Uppskeran

karfaRabarbari er vel vaxinn í byrjun júní

Salat og spínat frá júní

Stela einu og einu laufi af rauðrófunum

Kippa upp gulrótum til að þynna

Taka eitt og eitt lauf af grænkálinu


Uppskeran

kartoflurTaka upp lítið í einu og oft

Það er margt sem getur alveg verið úti í mold þótt það sé orðið kalt

Kartöflur og gulrætur geymast vel í mold og því hægt að taka upp eftir þörfum og láta jörðina geyma grænmetið þar til frystir

Grænkál verður bara betra eftir frost

Um að gera að njóta haustsins


Uppskeran

berþað má rækta berjarunna í stórum pottum

Það þarf ekki mikið magn til fá sultu í nokkrar krukkur

Það má týna ýmislegt úti í náttúrunni eins og sveppi og söl


Matjurtasúpa

supa

Þessi súpa er bráðholl og ljúfeng. Í hana má nota hvaða grænmeti sem er t.d. gulrætur, rófur, rauðrófur, blómkál, grasker og spínat. Ef gulrætur eru notaðar þá getur verið gott að setja 1/2-1 tsk af engifer líka. Súpan geymist vel í kæli. Ég set hana í glerkrukku og hún geymist í 7-10 daga.

Skera lauk og láta krauma í smjöri þar til hann er vel brúnn.

Bæta við 1 msk af Túrmerik kryddi, 1/2 tsk pipar og ef vill 1 tsk mulin kólíanderfræ 1/2 tsk mulin sinnepsfræ

Hella 1 lítra af kjúklingasoði yfir

Brytja út í þetta:

1 brokkolíhaus

1 bolla af spínati (4 frosnar kúlur)

1 bolla af grænkáli (4 frosnar kúlur)

ef vill, 1 kartöflu - Það gerir súpuna þykkari

láta sjóða í 10 mín, salta eftir smekk

Mauka með töfrasprota eða í blandara

Klippa steinselju yfir - má sleppa.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband