Matjurtasúpa

supa

Þessi súpa er bráðholl og ljúfeng. Í hana má nota hvaða grænmeti sem er t.d. gulrætur, rófur, rauðrófur, blómkál, grasker og spínat. Ef gulrætur eru notaðar þá getur verið gott að setja 1/2-1 tsk af engifer líka. Súpan geymist vel í kæli. Ég set hana í glerkrukku og hún geymist í 7-10 daga.

Skera lauk og láta krauma í smjöri þar til hann er vel brúnn.

Bæta við 1 msk af Túrmerik kryddi, 1/2 tsk pipar og ef vill 1 tsk mulin kólíanderfræ 1/2 tsk mulin sinnepsfræ

Hella 1 lítra af kjúklingasoði yfir

Brytja út í þetta:

1 brokkolíhaus

1 bolla af spínati (4 frosnar kúlur)

1 bolla af grænkáli (4 frosnar kúlur)

ef vill, 1 kartöflu - Það gerir súpuna þykkari

láta sjóða í 10 mín, salta eftir smekk

Mauka með töfrasprota eða í blandara

Klippa steinselju yfir - má sleppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband