Fyrirlestur um fyrstu skrefin í matjurtarækt

Hér á eftir hef ég sett inn glærur frá fyrirlestri sem ég hélt miðvikudaginn 24. apríl 2013 á vegum matjurtaklubbs Garðyrkjufélags Íslands

Heimagarður

Til að kynna mig, get ég upplýst að ég byrjaði af krafti í garðyrkju árið 1986

Fyrsti garðurinn minn var í litlu fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur

Þar óx stór Hlynur og frekar ómerkilegar illgresistegundir. Ég kom honum úr órækt í fallegan lítinn garð, með dyggri aðstoð móður minnar. Í garðinum var ég nær engöngu með fjölærar blómplöntur, fjölæra runna, lauka og klifurjurtir sem ég hef mikið dálæti á

Í garðinum var svolítill rabarbari og ég keypti mér rifsberjarunna og fékk síðustu árin um 6 krukkur af hlaupi á hverju ári

Ég er núna í efra Breiðholti með lítinn garð, ca. 150 fm.Þar er garðskáli, geymsluskúr, tjörn með vatnajurtum og gullfiskum, Gullregn, skrauteplatré, kirsuberjatré, margir runnar, nokkrar klifurplöntur, fjölærar plöntur og laukar, en auk þess er ég með jarðarber í kössum og oftast nær með salat í pottum á sumrin

Áhugi á matjurtarækt vaknaði 2006, en þá var einungis hægt að fá land undir kartöflugarð langt fyrir utan borgina og þar að auki allt of stórt fyrir mig. Ég var svo heppin að geta verið með í grendargarðaverkefni Garðyrkjufélagsins og hef verið með í Smálöndum frá upphafi

Þar hef ég ræktað, kartöflur, brokkoli, blómkál, grænkál, gulrætur, salat, rabarbara og í fyrra setti ég niður aspas plöntur. Ég er líka með litunarplöntur í matjurtagarðinum, en jurtalitun er eitt af áhugamálum mínum.

Ég er sem sagt ekki garðyrkjufræðingur, heldur áhugamanneskja um ræktun. Það kann að vakna sú spurning, af hverju ég er að halda fyrirlestur um matjurtarækt, hafandi aðeins ræktar matjurtir í nokkur ár, en þá er því til að svara að það eru fáir sem hafa ræktað stærri næpu en ég. Og það hlýtur að vera merki um einstaka hæfileika mína á þessu sviðið   

Næpan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband