Athuga hvort gömlu fræin eru lifandi
25.4.2013 | 17:29

Ef maður á gamalt fræ getur verið gott að setja það á blautan eldhúsrúllupappír og stinga honum í plastpoka og láta á heppilegan stað (18-20°C)
Þannig er hægt að sjá auðveldlega hvort fræið spírar og er lífvænlegt
Minnsta mál að klippa pappírinn í búta og planta bútunum með spíraða fræinu í rétta dýpt
Fræin ná alveg að vaxa í gegnum pappírinn, en það þarf að passa að hafa ekki mörg lög af eldhúspappírnum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.