Tillaga að matjurtagarði fyrir einn

 

Það er auðvitað mjög misjafna hvað fólk vill rækta í matjurtagarðinum sínum. Þegar ég var að byrja í matjurtaræktun þá hafði ég litla hugmynd um hvað ég ætti að setja niður og hvað mikið af hverju. Þess vegna hef tekið hér saman tillögu að matjurtagarði fyrir einn. Tillögurnar taka óneitanlega mið af mínum óskum, t.d. er ekkert hvítkál enda þykir mér það ekki gott. Hver og einn getur aðlagað þetta að sínum smekk og óskum

KLettasalat

Klettasalat - 9 plöntur

10 sm á milli 

1 flötur sem er 30 sm x 30 sm  = 0,1 m2

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumarið

 

 

Salat, blandað

Salat - blandað - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm  = 0,2 m2

Sáð inni 20. – 30. apríl

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumar

 

Spínat

Spínat - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Sáð bein út 20. – 30. maí

Sáð 2-3 sinnum yfir sumar

 

Rauðrófur

Rauðrófur - 27 plöntur

10 sm á milli

3 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,3 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Sáð bein út 10. maí – 5. júní

Má sá 2 sinnum yfir sumar

 

Gulrófur

Gulrófur - 8 plöntur

15 sm á milli

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 15. – 20. apríl

Plantað út í byrjun júní

 

 

IMG_1910

Gulrætur - 64 plöntur

7 sm á milli

fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,4 m2

Sáð bein út 10. maí – 5. júní

Spíra á 2-3 vikum

 

 

Hnúðkál

Hnúðkál - 4 plöntur

20 sm á milli, planta stallað

2 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,2 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

Sáð úti í byrjun maí

 
 
 

Blómkál

Blómkál - 6 plöntur

60 sm á milli

fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 2,2 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl
 
 

 

 

Brokkolí

Spergilkál/Brokkoli - 10 plöntur

60 sm á milli

10 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 3,6 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

 

 

  

Grænkál

Grænkál - 2 plöntur

60 sm á milli

2 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 0,7 m2

Sáð inni 10. – 20. apríl

 

 

 

Hvítlaukur

Hvítlaukur - 12 plöntur

15 sm á milli

fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,3 m2

Settur niður í apríl eða september

5-8 sm djúpt

 

 

Ertur

Ertur = 8 plöntur

7 og 15 sm á milli Það þarf að binda þær upp á grind eða greinar

flötur sem er 30 sm x 30 sm = 0,1 m2

Sáð inni apríl – maí

Sáð bein út í júní

 

 

Kartöflur

Kartöflur, Bláar - 10 plöntur,

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Kartöflur, gular

Kartöflur, Gular - 10 plöntur

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Kartöflur, möndlu

Kartöflur, Möndlu 10 plöntur,

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí 

 

 

 

Kartöflur, rauðar

Rauðar 10 plöntur

30 sm á milli

10 fletir sem eru 30 sm x 30 sm = 0,9 m2

Settar niður 15. – 30. maí

 

 

 

Aspas

Aspas = 5 plöntur

60 sm á milli

5 fletir sem eru 60 sm x 60 sm = 1,8 m2

Plantað í júní

Tekur 3 ár að koma sér fyrir, Gott að setja þara yfir á haustin

 

 

Rabarbari

Rabarbari = 4 plöntur

60 sm á milli

4 fletir sem eru 90 sm x 90 sm = 3 m2

Plantað í júní

Tekur 3 ár að koma sér fyrir. Gott að setja skít yfir á haustin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband