Matjurtasúpa

Matjurtasúpa
Hér er súpa sem er afbragðsgóð og bráðholl.  Ég set hana í krukku og borða hana í hádeginu.  Hún dugir mér í 4-5 daga. 
 
Skera lauk og láta krauma í smjöri þar til hann er vel brúnn. Ef hvítlaukur er notaður, þá setja hann í alveg í lokin, hann þolir ekki mikla steikningu

Bæta við 1 msk af Túrmerik kryddi, 1 tsk kóríanderfræ, ½ tsk svartur pipar og ½ tsk sinnepsfræ (fræin mulin í moretéli) og láta krauma í smjörinu smástund

Hella 1 lítra af kjúklingasoði yfir
Brytja út í þetta: 
1 brokkolí haus
1 bolla af spínati (4 frosnar kúlur, ef notað er frosið gænmeti)
1 bolla af grænkáli (4 frosnar kúlur, ef notað er frosið gænmeti
ef vill, 1 kartöflu(súpan verður þykkari)
Láta sjóða í 10 mín
Salta eftir smekk

Mauka með töfrasprota eða í blandara
Klippa steinselju yfir allt

Það má í raun nota hvaða grænmeti sem er. Prófið t.d. gulrófur, gulrætur, rauðrófur eða grasker.  Gunnurinn er hinn sami, steiktur laukur og kjúklingasoð.  Breytið kryddinu eftir smekk, en athugið að Túrmerik er afskaplega hollt.

Notið alltaf svartan pipar með Túrmerik kryddi því það inniheldur piperine sem hjálpar við upptöku curcumin, en það er hið holla efni í kryddinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband