Hárlitur úr rabarbara - Til að dekkja hárið

Hárlitur - til að dekkja

Þessi uppskrift er birt án allrar ábyrgðar og er meira til gamans en nokkuð annað.   

Athugið að myndin er ekki lýsandi fyrir þann lit sem þetta gefur, heldur er bara til skrauts.  

Ég hef ekki prófað þetta og get því ekkert fullyrt um árangurinn.  Það er nokkuð skemmtilegt að það skuli vera til uppskriftirsem nota rót eða hnýði rabarbarans til þess bæði að lýsa hárið og dekkja það.  En þar sem rabarbarinn er talinn virka sem lækningajurt í báðar áttir á meltingarveginn (stemmandi í litlu magni og laxerandi í miklu magni) þá er ég alveg til í að trúa því að þetta geti virkað. 

 

Til að dekkja hárið

 

3 msk maukað hnýði

1/2 lítri vatn

Leir (t.d. Kaolin eða bentonite)

 

Látið hnýðið krauma í vatninu þar til helmingur er eftir

Þykkið með leirnum

Skiptið hárinu og berið grautinn í það hreint

Látið sitja í 15 mín og athugið litinn með því að skola og þurrka

Látið sitja í 15 mín í viðbót, lengst í 1 klst, ef hárið er ekki nógu dökkt

Eftir 1 klst gefur rótin ekki meiri lit

 

Endurtakið eftir 2 daga ef liturinn þykir ekki nógu dökkur.

 

*Ég vil gjarna heyra af árangrinum ef einhver hefur þor til að prófa þetta 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband