Rabarbara festir og litur úr blöðunum
30.6.2011 | 22:10

Blöðin er bæði hægt að nota sem festi (e. mordant) fyrir ull og silki og lita síðan með öðrum jurtum og einnig sem lit. Liturinn sem fæst úr blöðunum eru ýmsir gulgrænir tónar sem hægt er að breyta með yfirlitun og með því að breyta sýrustigi.
Þar sem það þarf engan festi er mjög auðvelt að lita því bandið þarf enga fyrir meðhöndlun.
Laufin skorin smátt og hellt vel yfir af vatni
Hitað að suðu (85 - 90°C)
Látið krauma í 1 klst undir loki
Látið litunarlögin kólna og síið blöðin frá
Bandið er sett vel blautt í lögin og hitað hægt að kraumi undir loki.
Látið krauma í 30-45 mín, takið bandið upp og látið það kólna
Skolað vel í volgu vatni og litað yfir með öðrum jurtum.
Það er líka vel hægt að þurrka bandið og lita það síðar.
Sem litur er þetta notað eins, en bandið látið krauma lengur u.þ.b. 60 mín og liggja í leginum yfir nótt áður en það er skolað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.