Rabbarbara desert úr hælunum

Rabarbarahælar í sykurlegi
Stríðsáradesert - smakkast eins og niðursoðnar perur

Uppskriftin er:
1 bolli hælar
1 bolli vatn
½ bolli sykur

Skera hælana af og snyrta þá
Setja í pott með vatni og sykri
Sjóða þangað til hælarnir eru meyrir (nokkrar mínútur)
 
Borða með ís og rjóma
 
Þeir sem vilja hafa sykurlöginn þykkari geta notað upp í 1 bolla af sykri á móti 1 bolla af vatni
 
Það er líka hægt að nota hrásykur, hunang eða agave síróp en þá þarf bara að prófa sig áfram með að breyta örlítið vatnsmagninu í samræmi við vökvainnihald sætuefnisins 



Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband