Fyrirlestur í Neskirkju 2. apríl

smalondHér hef ég sett in glærur frá fyrirlestri sem ég var með í Neskirkju í dag.

Í fyrirlestrinum talaði ég mest út frá því að fólk geti ræktað matjurtir í pottum, hvort sem er á svölum eða á jafnsléttu.

Ég reyni að leggja áherslu á að ræktun er auðveld og ódýr. Það þarf ekki að kaupa dýr áhöld og fræ eru auðveld og ódýr leið til þess að fá plöntur. Það má vel geyma fræ á þurrum og köldum stað og nota þau næsta ár og þar næsta líka. Yfirleitt er mun meira magn af fræi en ástæða er til sá í einu. Gott að geyma í plastpoka í ísskáp ef þar er eitthvað pláss.

Það er frekar auðvelt að sá og fá fræin til að spíra. Ungar fræplöntur vilja fá mikla birtu og vera í 10-15°C hita sem er mun kaldara en okkur þykir þægilegt. Það má stundum finna þennan hita í þvottahúsum, eða geymslum, en muna að fræplönturnar þurfa mikla birtu.

En fyrst og fremst þykir mér miklvægt að fólk hafi ánægju af þessu stússi.

Myndin er úr matjurtagarðinum mínum, sem er skiki í Smálöndum, en þar er líka gott að slappa af. 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband