Ýmislegt sem má rækta í pottum
27.4.2016 | 23:17
Vínrabarbara má rækta í stórum potti. Rabarbarinn er gráðug planta og gott að gefa næringu. Venjulegur garðrabarbari (sem er oftast yrkið Viktoría) er oftast of stór fyrir pottarækt.
Baunir (e. beans) og ertur (e. peas) eru fallegar plöntur sem vel geta vaxið úti á Íslandi. Þetta eru plöntur sem þurfa klifurgrind og verða nokkuð stórar og það þarf að binda þær upp. Blómin geta verið til mikillar prýði og uppskeran er oft mjög góð. Myndin er af Hestabaunum sem mér þykja reynar frekar vondar. Ég er hrifnari af ertum sem við íslendingar köllum samt baunir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.