Prikla (dreifsá)
27.4.2016 | 22:55
Það tekst sjaldnast að sá bara einu eða tveimur fræjum í hvern pott, sérstakega þegar fræin eru mjög lítil. Þá þarf að þynna þegar það eru komin 2-3 alvöru laufblöð á plönturnar
Best að vera búin að vökva vel og taka moldarköggulinn varlega úr pottunum og láta detta á borð
Þá losnar um ræturnar og auðvelt að ná plöntunum í sundur
Velja sterkbyggðustu fræplönturnar og henda hinum
ALDREI taka um stöngulinn því hann er lífæð plöntunar og má ekki kremjast. Það best að taka um kímblöðin og halda þannig á plöntunni
Vera búin að fylla hæfilega stóran pott með mold og gera sæmilega holu og setja ræturnar varlega niður með því að halda um laufblað. Þétta svo létt í kring og muna að vökva á eftir. Það sér til þess að ræturnar verði örugglega í snertingu við moldina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.