Fyrsta spurningin sem vaknarâ¦
25.4.2013 | 23:07
Hversu stór á garðurinn að vera?

Það má reikna með um 10 m2 fyrir hvern fullorðinn einstakling, þó er rétt að athuga að þetta fer mjög eftir því hvað fólk ræktar.
Gulrætur taka t.d. miklu minna pláss en kálhaus. Það er gott að hafa í huga að það þarf annað hvort að borða grænmetið, þegar kemur að uppskeru, eða geyma það.
Áður en sett eru niður 3 tonn af kartöflum er rétt að velta fyrir sér hversu stórar og góðar geymslur þarf undir magnið sem upp kemur?
Hver garður í grenndargörðunum er 25 m, sem ætti alla jafna að vera gott fyrir tvo fullorðna og eitt barn
Betra að byrja smátt
Teikna garðinn upp á rúðustrikað blað
Oft gott að láta beðin liggja í austur-vestur til að nýta birtuna sem best og koma í veg fyrir of mikinn skugga
Ef landið hallar, þá er betra að beðin liggi þvert á hallann svo vatn renni ekki of hratt af því
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.