Áburður
25.4.2013 | 18:46
Það getur verið gott að bæta jarðveginn með því að setja lífrænt efni í hana, t.d. skít og safnhaugamold. Það er reyndar mín skoðun að það sé tæplega hægt að nota of mikinn skít. En skíturinn, venjulega hrossatað, þarf að vera gamall og vel niður rigndur.
Vinna 5-10 sm lag ofan í efstu moldina og láta sitja í 3 vikur áður en plantað eða sáð er
Það má líka nota skolaðan þara og þangi, moltu eða tilbúinn áburð 3 vikum fyrir útplöntun
Tilbúinn áburður eins og Blákorn þarf uþb 1 bolla á hverja 10 fermetra
Sýrustig jarvegsins þarf að vera rétt. Bæta við kalki eða sýru eftir því hvort þarf að laga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.