Skipulag matjurtagarðsins

Beð

Beð eru höfð allt að 120 sm breið. Ástæða þess að þau eru ekki breiðari er sú að þá er hægt að komast að plöntunum frá báðum hliðum og reita arfa

Lengd beðanna fer eftir aðstæðum, þess vegna lengd þess efnis sem notað er

Hæð að minnsta kosti 20-30 sm, það er mokað uppúr stígunum og upp í beðin

Breidd stíga að minnsta kosti 30-40 sm, fæstir tíma að hafa þá breiðari, en þeir mega alveg vera 60 sm, en það er sú breidd sem þarf til að geta gengið auðveldlega á milli

Upphækkuð beð eru höfð svipuð að stærð

Ef ástæða þykir þá má alveg bregða út af þessum stærðum

Ef ætlunin er að setja boga yfri beðin til þess að strengja akrýldúk, plast eða káldúk yfir beðin þá er heppilegt að nota rafmagnsrör. Eitt rör er sagað í tvennt og þá fæst heppileg lengd til að spenna í boga yfir beðin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband