www.smartgardener.com
25.4.2013 | 14:27
Vefsíðan www.smartgardener.com getur verið hjálpleg fyrir byrjendur (og lengra komna) við að skipuleggja matjurtagarðinn. Síðan er bandarísk og það þarf að skrá sig inn á síðuna til að geta notað hana. Það er ekki gert ráð fyrir búsetu á Íslandi. Ég hef því sagst búa í Anchorage í Alaska, en þar eru gróðurskilyrði líkust því sem hér er
Á síðunni er hægt að teikna upp garðinn sinn, en málsetningar eru í tommum og fetum. Eitt fet er nálægt því að vera 30 sentimetrar, svo það má vel notast við það mál sem grunn. En ef menn vilja reikna nákvæmlega þá má nota 2,54 sentimetra fyrir hverja tommu og það eru 12 tommur í hverju feti
Þarna er hægt að velja sér plöntur og valið er nokkuð nákvæmt, því það er hægt að panta fræ og plöntur beint frá seljendum. Ég hef farið þá leið að velja eitthvað svipað því sem fæst hér á landi og hef skemmt mér við að búa til teikningu af matjurtagarðinum mínum
Forritið getur jafnvel gert tillögu um hversu margar plöntur rétt sé að stja niður, miðað við fjölskyldustærð og matarsmekk notandans. Það er svo hægt að laga tillögurnar til eftir þörfum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.