Einær arfi

Haugarfi

Einæran arfa er frekar auðvelt að meðhöndla. Þegar fyrstu blöðin láta á sér kræla er best að nota klóru til að rífa yfir yfirborð moldarinnar og losa plönturnar upp. Meðan þær eru litlar þá þolir rótarkerfi þeirra ekki raskið og þær þorna upp og drepast. Það er mjög mikilvægt að vera duglegur á vorin og snemma sumars að klóra upp ungar arfaplöntur. Það er lítil vinna og virkar mjög vel. Fyrri hluti júní mánaðar er líklega mikilvægastur hvað þetta varðar. Ef menn sinna þessu vel í upphafi þá er mun minna mál að ráð við arfann, en ef hann fær að ná sér á strik snemma sumars

Ef plönturnar ná að verða stærri þá þarf að nota handskóflu til að grafa þær upp. Varist að setja arfa sem hefur blóm eða fræ í safnhauginn. Nóg er nú samt af arfafræi, þótt að bætist ekki við safnhaugamoldina

Helstu tegundir einærs arfa eru:

ArfiHaugarfi, Stellaria media - Haugarfinn er mesta lostæti og um að gera að nota hann í salatið ef hann nær sér verulega á strik. Hann vex hratt og getur auðveldlega kæft ungar matjurtir sem eru frekar viðkvæmar til að byrja með. Besta hefndin er auðvitað að éta óvininn og ekki spillir að hann er hollur.  Haugarfinn er lækningajurt, notuð útvortis við ýmsum húðkvillum og innvortis við gigt

Hjartaarfi, Capsella bursa - Það er um að gera að passa að hún nái ekki að þroska fræ. Auðvelt að reyta hana upp.  Hún er líka lækningajurt, en kannski ekki ástæða til að setja hann í salatið. Hún þykir góð til að stöðva bæðingar bæði útvortis og innvortis

Krossfífill, Senecio vulgaris - Þessi planta skýtur oft upp kollinum, er frekað auðreitt og um að gera að vera dulegur að uppræta hana.  Hún hefur verið notuð sem lækningajurt, en er talin innihalda varhugaverð efni.  Búfénaður forðast að éta hana

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband