Fjölær arfi

FífillFjölær arfi er ívið verri en sá einæri. Það er einfaldast að grafa plönturnar upp til að losna við þær. Stundum er ástæða til að nota hormónalyf til að losna við skæðustu plönturnar og vera svo duglegur að grafa upp nýja plöntur eftir því sem þær birtast. Það er best að vera sífellt á verði, arfinn mun alltaf ná að skjóta rótum einhvers staðar.

Helstu tegundir af fjölærum arfa eru:

Fífill, Taraxacum officinale - Það er auðvelt að ná honum, þarf bara að grafa upp rótina. Hann er mikil nytjajurt og er allur ætur. Úr rótunum má gera kaffilíki, úr blöðunum má gera pestó eða nota þau ung í salat. Úr blómunum má búa til svaladrykk, fíflahunang, fíflavín eða lita ullargarn ljósgult

Brenninetla, Urtica dioeca - Þeir sem eru svo heppnir að hafa brenninetlur í matjurtagarðinum ættu að passa vel uppá plö nturnar. Netla er gömul lækningajurt og allra meina bót. Hana má t.d. nota í te og súpu. Svo gefur hún ágætan lit í ull.

fyrstu12Njóli, Rumex longifolius - Njólinn er líka ætur og hann má nota til jurtalitunar, bæði blöð og rætur.  Hann er gömul lækningajurt. Þeir sem vilja losna við njóla ættu að fá sér stóra skóflu (handskófla dugir ekki til), stinga djúpt og grafa upp alla rótina 

Skriðsóley, Ranunculus repens - er alger óþverri sem nauðsynlegt er að grafa upp. Það getur tekið nokkur ár að losna við hana úr matjurtagarðinum og það getur þurft að nota hormónalyf (tvíkímblöðungaeitur) til að losna við hana

Hóffífill - Tussilagi farfara er enn verri en Skriðsóleyin því lítill rótarbútur sem brotnar af rótinni og verður eftir í moldinni verður að nýrri plöntu.  Jurtin er þó gömul lækningajurt, notuð við hósta. Samt eru efni í jurtinni sem talin eru varhugaverð og því rétt að kynna sér málið betur áður en hún er notuð í lækningaskyni

Húsapuntur, Elymus repens - er líka algjör pest sem mjög erfitt er að losna við. Ræturnar geta myndað mikla og þykka flækju sem erfitt getur verið að grafa upp. Helst er að ráðast á hann á vorin með stórri stungusóflu og grafa hann upp. Ræturnar hafa verið notaðar til matar, t.d. bætt í brauð. Jurtin er lækningajurt og þykir gagnast þvagblöðru og nýrum vel 

Alls EKKI setja arfa í safnhauginn ef hann er farinn að blómstra eða mynda fræ. Það er nánast aldrei nægilegur hiti í safnhaugnum til að drepa fræin. Það er í lagi að klippa blómin/fræin af og henda þeim og setja svo restina af jurtinni í safnhauginn, vel niður klippta að sjáfsögðu 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband