Safnhaugurinn

Safnhaugur

Endilega reyna að koma sér upp safnhaug sem fyrst

Það má kaupa sérstök ílát í garðyrkjubúðum

Eða smíða úr timbri

Eða jafnvel setja saman safnhaug úr pallettum og vírherðatrjám, eins og þessi hérna. Í hann fóru þrjár pallettur og einni tyllti ég ofan á. Palletturnar eru festar saman með tveimur vírherðatrjám í hverju horni. Einu uppi og hinu niðri.

Safnhaugamold er einhver besti jarðvegsbætir sem til er og kostar ekki neitt

Það er einfalt að hafa litla krukku, gjarna loftþétta, á eldhúsborðinu og safna ávaxta- og grænmetisafskurði, eggjaskurn, kaffikorg, pappír og eggjabökkum til að setja í safnhauginn. Góð stærð á krukku er svipuð (eða rétt aðeins stærri) en það sem venjulega er notað undir hveiti. Sú stærð er alveg mátuleg þannig að hún fyllist 1-2 svar í viku og þá er einfaldlega farið með krukkuna út í safnhauginn og hvolft úr henni


Það skiptir miklu máli að setja ekki of stóra búta í safnhauginn.  Klippið niður stórar plöntur og greinar og rífið niður pappír og pappa

Það er mjög gott að setja húsdýraáburð í safnhauginn til að koma örverunum vel af stað 

Muna að blanda vel og nota stungugaffalinn til að hræra reglulega í safnhaugnum. Það er ágætt að miða við að hræra í honum amk. einu sinni í mánuði yfir sumartímann. Á veturna lætur maður frostið sjá um safnhauginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband